top of page

Sturlunga saga

 

Sturlunga - 3 bindi í öskju

 

Stórglæsileg þriggja binda útgáfa Sturlungu er komin út hjá Máli og menningu í nýjum búningi. Þessi útgáfa Sturlunga sögu, hin fyrsta og enn sú eina með nútímastaf­setningu kom fyrst út hjá bókaforlaginu Svörtu á hvítu fyrir ríflega tveimur áratugum, en hefur nú verið ófáanleg um árabil.

Markmið útgáfunnar var og er ekki aðeins að sýna Sturlungu þann sóma sem henni ber heldur einnig að gera hana sem aðgengilegasta nútíma-lesendum.  Verkið er í þremur hlutum, fyrstu tvö bindin geyma söguna sjálfa en í því þriðja „Skýringar og fræði“ er fjölbreytt ítarefni s.s. ritaskrá, kort, orðasafn og töflur og ýmiskonar skýringamyndir.

Ritstjóri útgáfunnar er Örnólfur Thorsson en ritstjórn skipuðu auk hans þau Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfason og Sverrir Tómasson

 

 

Þessi útgáfa af Sturlungasögu er sú eina sem fáanleg er í dag.

bottom of page