top of page

Dalabyggð og

Háskóli Íslands

 

Sturluhátíð er haldin í tilefni þess að nú í sumar, 29. júlí 2014, eru liðin 800 ár frá því að Sturla Þórðarson fæddist. Hátíðin er haldin 27. júlí 2014, af Dalabyggð en unnið er að þróunarverkefni um Sturlusetur í samvinnu við Háskóla Íslands.

 

Stefnt er að því að kynna Sturlu sem skáld, sagnaritara og leiðtoga, vekja athygli á söguslóðum hans og að stofna setur til minningar um hann. Þannig yrði Sturla aðgengilegur fyrir alla landsmenn því hann er sannarlega þjóðareign.

bottom of page