top of page

Hákonar saga I-II

Íslensk fornrit XXXI–XXXII

BÖGLUNGA SAGA

HÁKONAR SAGA HÁKONARSONAR

MAGNÚSS SAGA LAGABÆTIS

Þorleifur Hauksson, Sverrir Jakobsson 

og Tor Ulset gáfu út með inngangi 

og skýringum.

 

Ritstjórar: Jónas Kristjánsson 

og Þórður Ingi Guðjónsson.

 

lxvii + 333 bls. / xcix + 341 bls.

ásamt 24 myndasíðum.

 

 

 

 

Hákonar saga Hákonarsonar er langmerkasta heimild sem varðveitt er um sögu Noregs á 13. öld. Sagan er rituð 1264-1265 af Sturlu Þórðarsyni sagnaritara að beiðni Magnúsar konungs Hákonarsonar. Hákon var við völd 1217-1263, lengur en nokkur annar Noregskonungur. Meginefni fyrri hluta sögunnar fjallar um samskipti og deilur Hákonar og Skúla jarls Bárðarsonar.  Margir uppreisnarflokkar risu gegn Hákoni, en honum tókst að friða Noreg og sameina undir sinni stjórn. Ennfremur lagði hann undir sig Ísland, Grænland og stóran hluta Bretlandseyja. Þar var hann staddur ásamt miklu liði þegar hann tók sótt og andaðist, 1263. Viðskipti Hákons við Íslendinga fá mikið rými í sögunni, og ýmsir íslenskir höfðingjar birtast þar í öðru ljósi heldur en í Sturlungu eða öðrum heimildum. Sturla orti mörg lofkvæði um Hákon og aftek hans og felldi þau inn í sögu hans, en fundum hans og konungs bar aldrei saman. Hins vegar varð hann hirðmaður Magnúsar sonar Hákonar og ritaði einnig sögu hans, sem er nú að mestu glötuð.

 

Bölunga saga hefst þar sem Sverris sögu lýkur og segir frá stuttu valdaskeiði Hákonar Sverrissonar og þeim heiftúðlegu flokkadráttum og valdabaráttu sem við tók eftir skyndilegt andlát hans. Eftir að sagt hefur verið frá sáttarfundi í Hvítíngseyjum 1208 er saga höfðingjanna rakin í stórum dráttum fram til valdatöku Hákonar Hákonarsonar 1217. Bölunga saga hefur varðveist í tveimur gerðum, sem báðar eru prentaðar í þessari útgáfu. Lengri gerðin er aðeins varðveitt á fáeinum skinnblöðum, en kringum 1600, þegar hún var enn heil, var hún þýdd á dönsku af norskum presti og fræðimanni, Peder Claussøn Friis. Sú þýðing er hér prentuð ásamt íslenskrar þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar.

 

Af Magnús sögu lagabætis eftir Sturlu Þórðarson hafa aðeins varðveist tvö skinnblöð.  Texti þeirra er prentaður í þessari útgáfu ásamt nokkrum annála-greinum sem talið er að runnar séu frá þessari glötuðu sögu.

 

 

 

 

 

Útgáfur íslenskra fornrita eru gerðar úr garði með rækilegum inngangi og skýringum á kveðskap og torskildum orðum neðanmáls, auk sögulegrar, mannfræðilegrar og landfræðilegrar glöggvunar á atburðum og aðstæðm þar sem þurfa þykir.

bottom of page