top of page

Skáld, sagnaritari og lögsögumaður

Sturla Þórðarson sagnaritari, skáld og lögsögumaður. Fæddur á Ólafsmessudag, 29. júlí 1214, dáinn 30. júlí 1284. 


Helstu verk sem Sturlu eru eignuð eru Hákonar saga, Magnúsar saga lagabætis, Landnámabók og Íslendinga saga. Einnig skáldskapur, fjórar lausavísur og vísur sem tengjast Hákonar sögu og Magnúsar sögu; Þverárvísur, Þorgilsdrápu, Hákonardrápu hrynhendu, Hákonarkviðu, Hrafnsmál (haðarlag), Hákonarflokk, Magnúsdrápu, erfidrápu Magnúsar.

 

 

Stórglæsileg þriggja binda útgáfa af Sturlungu í nýjum búningi.  Þessi útgáfa af Sturlunga sögu, hin fyrsta og enn sú eina með nútímastafsetningu kom fyrst út hjá bókaforlaginu Svörtu á hvítu fyrir ríflega tveimur áratugum, en hefur nú verið ófáanleg um árabil.  

bottom of page